Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mið 19. janúar 2005 06:39
Hafliði Breiðfjörð
Figo vill hjálpa fórnarlambi flóðanna
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Luis Figo leikmaður Real Madrid vill hjálpa sjö ára gömlum dreng sem varð fórnarlamb flóðanna í Asíu sem var bjargað um helgina en hann var í treyju portúgalska landsliðsins er hann þraukaði í þrjár vikur einn síns liðs.

,,Þetta er ótrúleg saga. Að finna barn sem bjargaðist eftir svo marga daga án þess að borða, og ofan á allt var hann í treyju Portúgals, það er næstum kraftaverk," sagði Figo í gær.

,,Ég ætla að sjá hvað ég get gert því ég vil líka hjálpa," bætti hann við.

Breskt sjónvarpslið fann drenginn sem heitir Martunis þakinn moskítóbitum. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem annar sjúklingur bar kennsl á hann og í kjölfarið hitti hann föður sinn og afa.

Hann hafði orðið viðskila við fjölskyldu sína og er talinn hafa lifað á óhreinu vatni og þurrkuðum núðlum þar til honum var komið til bjargar. Læknar búast við að hann nái fullum bata. Móður hans og tveimur systkyna er saknað ennþá.

Myndir af drengnum í búning Portúgals hafa orðið til þess að ýmis tilboð hafa borist honum. Cristiano Ronaldo leikmaður Manchester United hefur boðist til að fá drenginn til sín á heimili sitt í nokkra daga svo hann geti séð lið sitt spila og Nuno Gomes framherji Benfica sagði að félagið vildi hjálpa honum.

Þá hefur portúgalska knattspyrnusambandið lofað að hjálpa honum en sambandið og Luiz Felipe Scolari landsliðsþjálfari hafa lofað að kaupa land og hús fyrir drenginn og föður hans í Indonesíu.

Athugasemdir
banner
banner