Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Hugarburðarbolti Þáttur 15
Enski boltinn - Alveg búinn á því og hvar ræðst titilbaráttan?
Innkastið - Gylfasýning og óvæntustu úrslit sumarsins
Útvarpsþátturinn - Besta, Lengjan og Arne Slot skýrsla
Hugarburðarbolti Þáttur 14
Innkastið - Víkingar fá hjálp sem þeir þurfa ekki
Enski boltinn - Ef ég tala, þá er ég í miklum vandræðum
Útvarpsþátturinn - Lengjuspáin, úrvalslið og bikarstuð
Hugarburðarbolti þáttur 13
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
   mán 05. desember 2016 17:00
Magnús Már Einarsson
Gregg Ryder ræðir Newcastle: Klassa ofar en önnur lið
Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, er grjótharður stuðningsmaður Newcastle.
Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, er grjótharður stuðningsmaður Newcastle.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dwight Gayle hefur raðað inn mörkum síðan Rafa Benitez keypti hann í sumar.
Dwight Gayle hefur raðað inn mörkum síðan Rafa Benitez keypti hann í sumar.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
„Kannski er betra að við séum bara í Championship deildinni og vinnum leiki þar frekar en að tapa í hverri viku í úrvalsdeildinni. Núna veit ég hvernig það er að vera stuðningsmaður Mancheter City eða Chelsea, maður býst við sigri í hverri viku," sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, léttur í bragði í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á laugardag.

Gregg er uppalinn í Newcastle og hann styður Newcastle United af krafti. Eftir fall úr ensku úrvalsdeildinni síðastliðið vor þá situr Newcastle á toppnum í ensku Championship deildinni. Í október fór Gregg til Englands þar sem hann sá átta leiki með sínum mönnum Newcastle. Stemningin er mikil á St James' Park þar sem 52 þúsund stuðningsmenn fylla völlinn á hverjum heimaleik.

„Stemningin á St James'Park hefur verið mun betri eftir að Benitez tók við en það jafnast ekkert á við útileikina. Ég fór til Preston þar sem voru 8000 stuðningsmenn á útileik. Það var brjálæði. Stemningin var frábær. Ég syng með, þegar ég er úti þá er ég stuðningsmaður," sagði Gregg.

„Þetta var sjokkerandi"
Newcastle tapaði gegn Blackburn fyrir rúmri viku og á föstudaginn tapaði liðið einnig 2-1 gegn Nottingham Forest. Paul Dummett og Jonjo Shelvey fengu að líta rauða spjaldið í þeim leik auk þess sem Newcastle fékk á sig tvær vítaspyrnur.

„Þetta var líklega versta dómaraframmistaða sem ég hef séð á ævinni. Þetta var sjokkerandi," sagði Gregg um frammistöðu Steve Martin dómara í leiknum á föstuadg.

„Ef þið hefðuð talað við mig fyrir viku þá hefði ég sagt að ég væri ekki hissa á því að þeir myndu fara taplausir út tímabilið. Ég var úti og sá þá spila í október þegar þeir unnu sex leiki í röð. Það var auðvelt fyrir þá. Þeir misstigu sig aðeins í vikunni en liðið er klassa fyrir ofan önnur lið í deildinni að mínu mati."

Óraunverulegt að hafa Benitez í Championship
Rafael Benítez mistókst að bjarga Newcastle frá falli á síðasta tímabili en hann ákvað að taka slaginn áfram með liðinu í Championship deildinni.

„Það er nánast óraunverulegt að hafa hann í Championship deildinni. Hann er klassa ofar en aðrir. Hann er svo klókur í taktík að þegar Newcastle kemst í 1-0 þá er leiknum í raun lokið," sagði Gregg en Rafa er mjög vinsæll hjá stuðningsmönnum Newcastle.

„Það hljómar kannski heimskulega en ég held að margir stuðningsmenn hefðu tekið fall niður um deild ef þeir vissu að Benitez yrði áfram. Það var mikilvægara að halda honum heldur en að halda sætinu. Vonandi er þetta eitt skref aftur á bak en svo 2-3 skref áfram," sagði Gregg en hvaða leikmenn hafa verið bestir á tímabilinu að hans mati?

„Dwight Gayle kom frá Crystal Palace og er markahæstur í deildinni. Hann minnir mig smá á Craig Bellamy en hann er betri í að klára færin. Jonjo Shelvey hefur staðið upp úr. Þeir voru að tala um það á Sky að hann sé mögulega besti leikmaðurinn í sögu Championship deildinni og það segir sitt."

Hér að ofan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner