Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 05. maí 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Gummi Ben spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Guðmundur Benediktsson.
Guðmundur Benediktsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arsenal nær að vinna Manchester United samkvæmt spá Gumma.
Arsenal nær að vinna Manchester United samkvæmt spá Gumma.
Mynd: Getty Images
Chelsea skorar sex mörk á mánudag samkvæmt spá Gumma.
Chelsea skorar sex mörk á mánudag samkvæmt spá Gumma.
Mynd: Getty Images
Böðvar Böðvarsson, Böddi löpp, var með þrjá rétta þegar hann spáði í leikina á Englandi um síðustu helgi.

Gummi Ben fær það vandasama verk að spá í leikina í 36. umferðinni um helgina.

Gummi fer af stað með nýja þætti á Stöð 2 Sport í kvöld sem bera nafnið Teigurinn en hér má sjá brot úr honum.

West Ham 1 - 3 Tottenham (19:00 í kvöld)
Tottenham vinnur tíunda sigurinn í röð. Ætli Harry Kane skori ekki?

Manchester City 4 - 0 Crystal Palace (14:00 á morgun)
Stóri Sam hefur gaman að því að leika sér aðeins í eldinum og hann er kominn í bullandi fallhættu aftur. Þeir voru búnir að bjarga sér en steinliggja þarna og fara aftur í fallbaráttuna. Jesus skorar tvö.

Bournemouth 0 - 0 Stoke (14:00 á morgun)
Fáir áhorfendur og eiginlega bara leiðinlegt.

Burnley 1 - 0 WBA (14:00 á morgun)
Þetta gæti verið 0-0 líka en ég ætla að gefa Burnley 1-0 sigur. Jói Berg kemur inn á sem varamaður og leggur upp mark.

Hull 3 - 0 Sunderland (14:00 á morgun)
Marco Silva veit ekki hvað það er að tapa á heimavelli og þetta verður nokkuð þægilegt.

Leicester 2 - 0 Watford (14:00 á morgun)
Leicester fór í 40 stig með sigrinum síðast og fara í 43 stig núna.

Swansea 1 - 2 Everton (16:30 á morgun)
Ég er skíthræddur fyrir hönd Swansea þarna. Everton steinlá á heimavelli á móti Chelsea í síðustu umferð. Gylfi skorar í þessum leik en ég er ofboðslega hræddur um að það dugi ekki til.

Liverpool 2 - 1 Southampton (12:30 á sunnudag)
Þetta er Liverpool sigur en Southampton verður mjög nálægt því að jafna á lokasekúndunum.

Arsenal 2 - 1 Man Utd (15:00 á sunnudag)
Mourinho verður með hugann við Evrópudeildina og þar fyrir utan vantar mikið af mannskap hjá honum.

Chelsea 6 - 0 Middlesbrough (19:00 á mánudaginn)
Middlesbrough fellur með stæl á brúnni. Þeir lenda snemma marki undir og átta sig á því að þeir þurfa að sækja. Þá opnast allt og þeir fá á sig fimm mörk.

Sjá einnig:
Gæi (7 réttir)
Bjarki Már Elísson (7 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (7 réttir)
Sölvi Tryggvason (7 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (7 réttir)
Aron Sigurðarson (6 réttir)
Auðunn Blöndal (6 réttir)
Egill Helgason (6 réttir)
Helgi Björnsson (6 réttir)
Willum Þór Þórsson (6 réttir)
Bogi Ágústsson (5 réttir)
Hans Steinar Bjarnason (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Þorgrímur Þráinsson (5 réttir)
Fannar Ólafsson (4 réttir)
Haukur Harðar (4 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Milos Milojevic (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Siggi Hlö (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (3 réttir)
Sveppi (4 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (4 réttir)
Böddi the great (3 réttir)
Böddi löpp (3 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (3 réttir)
Eggert Magnússon (3 réttir)
Hjálmar Örn (3 réttir)
Páll Magnússon (3 réttir)
Samúel Örn Erlingsson (3 réttir)
Theodór Elmar Bjarnason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner