Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
   lau 22. júlí 2017 18:54
Elvar Geir Magnússon
Freysi um rússneska dómarann: Hvernig er hægt að bjóða upp á svona?
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari var skiljanlega svekktur eftir tapið gegn Sviss í dag. Hann var ósáttur við að íslenska liðið hefði ekki náð stjórn á leiknum og sagði það hreint út að spilamennskan hafi ekki verið nægilega góð.

Hann talaði einnig hreint út þegar kom að dómaranum. Anastasia Pustovoitova dæmdi leikinn verulega illa en samskiptamiðlar á Íslandi fóru á hliðina þar sem hún fékk að heyra það.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  2 Sviss

„Það eru fleiri þúsundir að horfa á þetta mót. Stuðningurinn sem við erum að fá, við getum ekki lýst honum. Svo er verið að bjóða upp á svona! Er þetta á standard við mótið? Það er kominn það mikill áhugi á knattspyrnu kvenna að þessi þáttur verður að fylgja eftir," segir Freyr.

„Ef allt er á hliðinni heima þá finnst mér þetta leiðinlegt fyrir hönd íslensku þjóðarinnar að þetta skuli hafa verið svona."

Það vakti athygli fjölmiðlamanna að sama hversu mikið dómgæslan hallaði á Ísland í leiknum voru leikmenn ekki mikið að láta óánægju sína í ljós og setja pressu á dómarann, þó sú taktík sé vissulega umdeild.

„Við erum með mjög heiðarlega leikmenn og ég ætla ekki að taka það úr þeim. En sem dæmi kunna leikmenn 11 og 22 þetta upp á tíu í liði andstæðingana. Það eru atvinnumenn til margra ára og eru klókari í þessu en við. Það verður að viðurkennast."

Freyr segir að andinn í leikmönnum eftir leik sé þungur.

„Við erum sár út í okkur sjálf og þetta sem við ræddum áðan. Okkur langaði svo að vinna hérna. Við erum líka hrærð. Það eru ótrúlega margar tilfinningar og þetta verður löng nótt. Ég get sagt þér það."

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner