Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
banner
   mán 09. janúar 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Elmar: Upp á mikið að spila fyrir mig
Theodór Elmar Bjarnason á æfingu í Kína.
Theodór Elmar Bjarnason á æfingu í Kína.
Mynd: KSÍ
„Þetta er mjög spennandi verkefni. Móttökurnar hafa verið frábærar og það er greinilega mikill metnaður lagður í þetta mót," sagði Theodór Elmar Bjarnason í viðtali á YouTube síðu KSÍ eftir að íslenska landsliðið mætti til Kína.

Sex nýliðar eru í hópnum og margir leikmenn fá tækifæri til að sýna sig og sanna í fjarveru fastamanna.

„Þú færð þín tækifæri og ef þú ert ekki tilbúinn að taka þau þá áttu ekki betra skilið. Ég vona að þeir hafi haldið sér í formi í fríinu og séu komnir hingað til að sýna sig og sanna. Þeir eru hérna af þeirri ástæðu að þeir eru góðir leikmenn og ég vona að þeir séu tilbúnir að grípa það."

Elmar hefur sjálfur byrjað síðustu tvo leiki í undankeppni HM og hann vill halda áfram að sýna sig og sanna.

„Ég er búinn að halda mér við og sjá til þess að ég sé tilbúinn í þetta verkefni. Ég vil halda sæti mínu í byrjunarliðinu sem ég er búinn að vinna mér inn. Það er upp á mikið að spila fyrir mig líka og ég er spenntur," sagði Elmar.

Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, tók viðtalið en það má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner