Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
banner
   mán 10. apríl 2017 21:51
Hafliði Breiðfjörð
Óli Palli: Í skoðun hvort samið verði við Kyle Cameron
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var fŕábær sigur á móti öflugu blikaliði," sagði Ólafur Páll Snorrason aðstoðarþjálfari FH eftir 0-3 sigur á Breiðabliki í 8 liða úrslitum Lengjubikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  3 FH

„Þetta var hörkuleikur eins og við var að búast. Hinsvegar fannst mér við hafa yfirhöndina stærsta hluta leiksins svo ég er gríðarlega ánægður með leikinn. Blikarnir eru alltaf hættulegir og notuðu skyndisóknir þegar við vorum að missa boltann á hættulegum stöðum. Við vorum að þeir skyldu ekki jafna leikinn í 1-1 en þetta var hörkuleikur."

Robbie Crawford spilaði á miðjunni hjá FH í kvöld í sínum fyrsta leik. Hann var mjög áberandi í leiknum og skoraði fyrsta markið.

„Robbie kom sterkur inn og átti mjög góðan leik. Ég var mjög ánægður með hann," sagði Ólafur.

Ólafur Páll ræðir frekar í viðtalinu um leikmannahópinn. Hann segist vona að Veigar Páll Gunnarsson nái sér af meiðslum fljótlega eftir páska og spurniingamerki sé hvort Bjarni Þór Viðarsson nái að hefja Íslandsmótið. Aðrir verði klárir.

Kyle Cameron varnarmaður Newcastle æfir á reynslu með FH þessa dagana. En mun FH semja við hann?

„Það er í skoðun núna hjá okkur. Við tökum okkur nokkra daga í að skoða hvaða möguleikar eru með hann. Hann er mjög góður leikmaður, efnilegur og kraftmikill leikmaður. Hann stóð sig mjög vel á æfingunum hjá okkur. "
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner