Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   lau 10. október 2015 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bobby Charlton afhenti Rooney gullskó á Wembley
Bobby og Wayne á Wembley.
Bobby og Wayne á Wembley.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney er markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi með 50 mörk í 107 leikjum og fékk afhentan gullskó í tilefni þess.

Það var Sir Bobby Charlton, sem er næstmarkahæstur með 49 mörk í 106 leikjum, sem afhenti skóinn á Wembley leikvanginum fyrir upphafsflautið í 2-0 sigri Englands á Eistlandi í undankeppni EM.

Gullskórinn er úr 24 karata gulli og átti afhendingin sér stað fyrir framan rúmlega 75 þúsund áhorfendur.

„Þessi skór var afhentur af Sir Bobby Charlton til Wayne Rooney á Wembley leikvanginum 9. október 2015 til að fagna markameti Rooney fyrir enska landsliðið," stendur undir skónnum.

„Enska knattspyrnusambandið vill óska þér til hamingju með áfangann og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir landsliðið og þjóðina."

Rooney gerði fimmtugasta markið úr vítaspyrnu í 2-0 sigri á Sviss og fékk treyju númer 50 merkta sér eftir þann leik.

„Ég vil þakka ykkur öllum, þjálfurum, leikmönnum og starfsmönnum sem ég hef unnið með í allan þennan tíma," var upphaf þakkarræðu Rooney í búningsklefanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner