Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   lau 12. apríl 2014 11:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Hlustaðu í beinni - 12:00 Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Mynd: Getty Images
Smelltu hér til að hlusta á X-ið FM 97,7 í beinni

Það verður svo sannarlega risastór leikur á morgun sunnudag þegar Liverpool og Manchester City eigast við í ensku úrvalsdeildinni. Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7,

Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson eru umsjónarmenn en þátturinn verður milli 12 og 14.

Farið verður yfir líkleg byrjunarlið í leiknum og andstæðingar bornir saman. Hvort liðið er sterkara samkvæmt pappírnum?

Markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson er harður stuðningsmaður Manchester City eins og allir vita en hann mætir við enska hringborðið. Þá heyrum við í Sóla Hólm sem heldur með Liverpoo.

Dómgæslan verður einnig til skoðunar og Þóroddur Hjaltalín verður á línunni en hann var í aðalhlutverki í þættinum Þriðja liðið sem sýndur var á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld.

Þá verður Hjörtur Logi Valgarðsson í viðtali en hann leikur fyrir Sogndal í norska boltanum.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner