Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mið 14. janúar 2015 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þurfti að afklæðast fyrir framan stjórnendur
Mynd: Getty Images
Genoveva Anonma bar uppi landslið Miðbaugs-Gíneu sem vann Afríkumót kvenna árið 2008.

Anonma skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum og gerði Miðbaugs-Gíneu þannig að Afríkumeisturum, en aðeins tvær afríkuþjóðir hafa hampað titlinum, Nígería 9 sinnum og Gínea tvisvar.

Saga Anonmu er þó ekki aðeins jákvæð, heldur mjög neikvæð ef litið er á það sem hún þurfti að ganga í gegnum á Afríkumótinu 2008.

Hún var ásökuð um að vera karlmaður í gríð og erg og voru níðsöngvar sungnir vegna málsins.

,,Þeir sögðu mér að afklæðast fyrir framan stjórnendur afríska knattspyrnusambandsins og liðsfélaga mína í Miðbaugs-Gíneu," sagði Anonma.

,,Mér leið illa og ég var grátandi. Þetta var mjög niðurlægjandi en með tímanum hef ég komist yfir þetta."

Anonma hefur leikið með þýska liðinu Turbine Potsdam síðan 2011 og er búin að skora 51 mark í 59 deildarleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner