Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   sun 14. janúar 2024 10:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Alltaf klár fyrir Ísland þótt maður sé að drepast í öllum líkamanum"
Stefán Teitur í leimnum í nótt.
Stefán Teitur í leimnum í nótt.
Mynd: EPA

Ísland vann Gvatemala 1-0 í æfingaleik í Miami í nótt en Ísak Snær Þorvaldsson skoraði eina markið.


Lestu um leikinn: Gvatemala 0 -  1 Ísland

Stefán Teitur Þórðarson bar fyrirliðabandið í leiknum en hann ræddi við KSÍ TV eftir leikinn.

„Þetta leit út fyrir að vera fyrri hálfleikur sem mér fannst við stjórna fínt, bæði varnarlega og sóknarlega, við sköpuðum nokkrar aðstæður þar sem við hefðum getað gert betur," sagði Stefán Teitur.

„Í seinni hálfleik þá riðlast leikurinn svolítið, mikið af skiptingum og margir nýjir ungir og Gvatemala ná meiri tökum á þessu en virkilega góður karakter að skora þetta mark."

Hann var ánægður með markið.

„Sú sókn er virkilega góð. Flytjum boltann vel, nokkrar góðar sendingar í gegnum þá og góð fyrirgjöf," Sagði Stefán Teitur.

Ísland mætir Hondúras aðfaranótt fimmtudags. Stefán Teitur er klár í að byrja þann leik.

„Ég er alltaf klár fyrir Ísland þótt maður sé að drepast í öllum líkamanum, þetta eru fyrstu 90 mínúturnar í sirka einn og hálfan mánuð og maður hefur ekki æft mikið, þetta er bara geggjað," sagði Stefán Teitur.


Athugasemdir
banner
banner
banner