Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 14. september 2017 21:56
Magnús Már Einarsson
15 ára strákur kom inn á hjá FH í kvöld
Baldur Logi í leiknum í kvöld.
Baldur Logi í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Baldur Logi Guðlaugsson kom inn á sem varamaður á 90. mínútu í 4-2 sigri FH á Víkings R. í kvöld.

Baldur Logi er sóknarsinnaður miðjumaður en varð 15 ára í janúar síðastliðnum. Hann er líklega yngsti leikmaðurinn til að spila með meistaraflokki FH í sögunni.

Þessi ungi og efnilegi leikmaðiur skoraði sigurmarkið þegar FH varð Íslandsmeistari í 4. flokki í fyrra.

Í sumar hefur Baldur leikið með öðrum og þriðja flokki FH. Hann kom síðan inn í leikmannahóp meistaraflokks gegn KR í þarsíðasta leik.

Baldur hafði ekki leikið æfingaleiki með meistaraflokki og leikurinn í kvöld var því fyrsti leikur hans þar.

Faðir Baldurs er Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavíkur og fyrrum aðstoðarþjálfari FH.
Athugasemdir
banner