Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   fim 15. mars 2018 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Knattspyrnusambandið ætlar að bæta sektum á Pep
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola var sektaður í síðustu viku fyrir að vera með gula slaufu á leikjum Manchester City. Pep þurfti að greiða 2.8 milljónir króna í sekt.

Enska knattspyrnusambandið sektaði Pep því það er bannað að blanda pólitík við enska boltann. Slaufan er merki um sjálfstæðisbaráttu Katalóna sem vilja aðskilnað frá Spáni. Hún á að vekja athygli á katalónskum pólitíkusum sem voru handteknir af spænskum yfirvöldum.

Guardiola mótmælti ekki sektinni og mætti aftur með slaufuna í næsta leik.

Knattspyrnusambandið tók ekki vel í það og ætlar að auka sektirnar sem leggjast á spænska stjórann haldi hann áfram að brjóta reglurnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner