Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   fös 09. mars 2018 16:18
Magnús Már Einarsson
Guardiola sektaður fyrir gulu slaufuna
Guardiola með slaufuna.
Guardiola með slaufuna.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur sektað Pep Guardiola stjóra Manchester City um 20 þúsund pund (2,8 milljónir króna) vegna gulu slaufunnar sem hann hefur verið með á hliðarlínunni í leikjum undanfarnar vikur.

Slaufan er til að lýsa yfir stuðningi við stjórnmálamenn sem sitja í fangelsi á Spáni vegna sjálfstæðisbaráttu Katalóna.

Guardiola var með slaufuna í nokkrum leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hann hætti því síðan eftir að hafa fengið ákæru frá enska knattspyrnusambandinu á dögunum. Englendingar banna stjórum að bera eitthvað sem talist getur sem pólitískur áróður.

UEFA bannar ekki slaufuna og því var Guardiola með hana í leiknum gegn Basel í fyrrakvöld.

Auk þess að fá sekt frá enska knattspyrnusambandinu þá fékk Guardiola aðvörun fyrir hegðun sína.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner