Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   þri 16. apríl 2013 12:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Heimasíða Heerenveen | Vísir.is 
Alfreð telur ekki raunhæft að hann kræki í gullskóinn
Alfreð Finnbogason eftir landsleik.
Alfreð Finnbogason eftir landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Alfreð Finnbogason skoraði tvö mörk fyrir Heerenveen í 3-2 sigri á Willem II í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta um liðna helgi. Þetta voru deildarmörk númer 22 og 23 í deildinni á þessu tímabili.

Eins og fram hefur komið hefur enginn Íslendingur skorað fleiri deildarmörk á einu tímabili í efstu deild. Hann jafnaði met Péturs Péturssonar.

Í viðtali á heimasíðu Heerenveen segist Alfreð þó ekki telja raunæft að hann nái markakóngstitlinum í hollensku deildinni.

Markahæstir í Hollandi:
30 mörk - Wilfried Bony, Vitesse Arnhem
23 - Alfreð Finnbogason, Heerenveen
21 - Graziano Pelle, Feyenoord Rotterdam
21 - Jozy Altidore, AZ Alkmaar

„Ég held að það sé ekki mögulegt. Við eigum bara fjóra leiki eftir svo þetta er mjög erfitt. Ég tel að hvorki ég né aðrir geti náð Bony. Einbeiting mín fer ekki í markakóngstitilinn heldur að ég sé að standa mig og liðið," segir Alfreð.

„Ég vil spila vel og hjálpa liðinu. Stundum er það þannig að ég er ekki að spila vel en næ að skora á meðan í öðrum leikjum spila ég vel en skora ekki. Mikilvægast er að liðið sé að skapa mörk."

Alfreð segist geta spilað mun betur en hann gerði gegn Willem II.

„Við vorum slakir í fyrri hálfleik. Willem II notaði skyndisóknir og okkur gekk erfiðlega að verjast. En heppnin var með okkur og við unnum," segir Alfreð.

Með mörkunum tveimur tók Alfreð risastökk á listanum yfir markahæstu leikmenn Evrópu en evrópski gullskórinn er eins og kunnugt er afhendur á hverju ári. Í bestu deildunum (England, Spánn, Þýskaland, Ítalía og Frakkland) er hvert mark tveggja stiga virði en Alfreð og aðrir í hollensku deildinni frá 1,5 stig fyrir hvert mark.

Vísir.is birti á síðu sinni í gær listann yfir markahæstu menn Evrópu og má sjá hann hér að neðan:
1. Lionel Messi, Barcelona 86 stig
2. Cristiano Ronaldo, Real Madrid 60 stig
3. Zlatan Ibrahimovic, PSG 52 stig
4. Radamel Falcao, Atletico Madrid 48 stig
5. Wilfried Bony, Vitesse 45 stig
6. Edinson Cavani, Napoli 44 stig
6. Robert Lewandowski, Borussia 44 stig
6. Luis Suarez, Liverpool 44 stig
9. Philipp Hosiner, Austria Wien 40,5 stig
10. Robin Van Persie, Man Utd 40 stig
11. Stephan Kiessling, Bayer Leverkusen 38 stig
12. Alvaro Negredo, Sevilla 36 stig
13. Alfreð Finnbogason, SC Heerenveen 34,5 stig
13. Graziano Pelle, Feyenoord 34,5 stig
13. Jackson Martinez, FC Porto 34,5 stig
16. Antonio Di Natale, Udinese 34 stig
16. Pierre-Emerick Aubameyang, St Etienne 34 stig
16. Michu, Swansea City 34 stig
16. Gareth Bale, Tottenham 34 stig
Athugasemdir
banner
banner