Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   þri 16. apríl 2013 21:10
Magnús Már Einarsson
Heimild: Græni herinn 
Ásgeir og Hrannar út á reynslu
Hrannar Björn Steingrímsson.
Hrannar Björn Steingrímsson.
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson
Ásgeir Sigurgeirsson og Hrannar Björn Steingrímsson, leikmenn Völsungs, eru báðir á leið á reynslu um næstu helgi en þeir munu æfa ytra í eina viku.

Hrannar Björn, sem er fyrirliði Völsungs, er á leið til Ull/Kisa í Noregi en þar spilar Stefán Logi Magnússon í markinu.

Ásgeir fer til Club Brugge í Belgíu þar sem Eiður Smári Guðjohnsen er á mála.

Hrannar Björn var valinn efnilegastur í 2. deildinni í fyrra en Völsungur vann deildina.

Ásgeir, sem er einungis 16 ára, spilaði einnig með Völsungi í fyrra en hann fór til þýska félagsins 1860 Munchen á reynslu síðastliðið haust.
Athugasemdir
banner
banner
banner