Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   þri 16. apríl 2013 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Carroll gæti ekki komist til West Ham útaf fjárlagareglum
Mynd: Getty Images
Nýjar fjárlagareglur gætu komið í veg fyrir kaupum West Ham á Andy Carroll, sóknarmanni Liverpool, segir Sam Allardyce knattspyrnustjóri West Ham.

Carroll, sem er 24 ára gamall og á láni hjá West Ham, er tilbúinn að skrifa undir samning hjá félaginu en nýju reglurnar gætu stöðvað félagaskiptin.

,,Nýju fjárlagareglurnar sem taka gildi næsta tímabil gætu komið í veg fyrir kaupin," sagði Sam Allardyce.

Nýju reglurnar þýða að félög mega ekki skila meira en 105 milljón punda tapi á þremur tímabilum. Félög þurfa þá einnig að setja launaþök og brot á reglum gæti kostað stig í Úrvalsdeildinni.

,,Fjárlagareglurnar gætu þýtt að Andy Carroll geti ekki skrifað undir hjá okkur því það væri of dýrt. Ég á líklega ekki nóg fyrir Carroll, þó ég vilji hann, þó eigendurnir vilji hann, þó allir vilji hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner