Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   þri 16. apríl 2013 09:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Gerir Rooney nýjan samning í sumar?
Powerade
Rooney er áfram orðaður við PSG.
Rooney er áfram orðaður við PSG.
Mynd: Getty Images
Vorm er á leið til Barcelona samkvæmt slúðrinu.
Vorm er á leið til Barcelona samkvæmt slúðrinu.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að helsta slúðrinu úr enska boltanum í dag.



Wayne Rooney mun líklega skrifa undir nýjan samning við Manchester United í sumar þrátt fyrir sögusagnir um að hann sé á leið til PSG. (The Independent)

PSG vonast ennþá til að fá Rooney og Nani á samtals 40 milljónir punda. (The Sun)

Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, hefur sagt njósnurum félagsins að leita að vinstri bakverði en óvissa er í kringum framtíð Benoit Assou-Ekotto sem vill fara til Frakklands. (Daily Mirror)

Edinson Cavani segist mögulega vera á förum frá Napoli en Manchester City gæti orðið áfangastaður hans. (Daily Mail)

Cheikhou Kouyate, varnarmaður Anderlecht, segir að Arsenal hafi sýnt sér áhuga. (Daily Mirror)

Mario Gotze ætlar að halda tryggð við Borussia Dortmund þrátt fyrir áhuga frá félögum eins og Manchester United og Arsenal. (Inside Futbol)

Michel Vorm, markvörður Swansea, er á leið til Barcelona en hann fór ásamt fjölskyldu sinni til Spánar um helgina. (The Sun)

John Terry segist höndla það að spila tvo leiki á viku þrátt fyrir hnémeiðslin sem hann hefur verið að glíma við. (Daily Mail)

Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal, vill koma í veg fyrir það að Manchester United tryggi sér enska meistaratitilinn á Emirates eftir tvær vikur. (Daily Mirror)

Joe Hart er í rusli eftir að hann komst að því að Costel Pantilimon verður í markinu í úrslitaleik enska bikarsins gegn Wigan. (Daily Star)

Ríkir stuðningsmenn Blackburn vilja kaupa félagið af Venk'ys hópnum. (Daily Telegraph)

Pablo Zabaleta hægri bakvörður Manchester City ætlar að bjóða föður sínum á úrslitaleik enska bikarsins. Faðir hans missti af sigri City í bikarnum fyrir tveimur árum þar sem hann slasaðist alvarlega í bílslysi. (Daily Express)
Athugasemdir
banner