Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   þri 16. apríl 2013 12:17
Elvar Geir Magnússon
Undankeppni HM kvenna: Ísland með Danmörku í riðli
Danmörk veikasta lið fyrsta styrkleikaflokks
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú rétt í þessu var dregið í riðla fyrir undankeppni HM kvenna 2015 en úrslitakeppnin fer að þessu sinni fram í Kanada. Ísland var í öðrum styrkleikaflokki en flokkarnir eru sex talsins.

Riðill Íslands - Riðill 3:
1 - Danmörk
2 - Ísland
3 - Sviss
4 - Serbía
5 - Ísrael
6 - Malta

Samkvæmt uppröðun FIFA gat Ísland ekki lent með betri andstæðingi úr fyrsta styrkleikaflokki. Danmörk er talið veikasta liðið úr honum.

Sigurvegarar riðlanna sjö fara í úrslitakeppnina. Fjögur lið, með bestan árangur í öðru sæti, fara svo í umspilsleiki þar sem leikið er um áttunda sætið sem Evrópu er úthlutað í keppninni. Að þessu sinni verða 24 þjóðir í úrslitakeppninni í Kanada og leikið verður í fimm borgum þar í landi, Edmonton, Moncton, Montreal, Ottawa og Vancouver.

Hér að neðan má sjá aðra riðla:

Riðill 1:
Þýskaland
Rússland
Írland
Slóvakía
Slóvenía
Króatía

Riðill 2:
Ítalía
Spánn
Tékkland
Rúmenía
Eistland
Makedónía

Riðill 4:
Svíþjóð
Skotland
Pólland
Norður-Írland
Bosnía Hersegovína
Færeyjar

Riðill 5:
Noregur
Holland
Belgía
Portúgal
Grikkland
Albanía

Riðill 6:
England
Úkraína
Hvíta-Rússland
Wales
Tyrkland
Svartfjallaland

Riðill 7:
Frakkland
Finnland
Austurríki
Ungverjaland
Búlgaría
Kasakstan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner