Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   þri 17. maí 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Agnar Bragi í Skallagrím (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Miðvörðurinn öflugi Agnar Bragi Magnússon er genginn til liðs við Skallagrím í 4. deildinni.

Agnar Bragi getur reynst gríðarlega mikill liðsstyrkur fyrir lið í 4. deild enda á hann um 50 leiki að baki í Pepsi-deildinni og er 29 ára gamall.

Agnar Bragi hefur spilað fyrir Fylki og Selfoss allan sinn feril en lagði skóna á hilluna fyrir ári síðan vegna þrálátra meiðsla.

Ljóst er að Agnar Bragi ætlar að taka skóna af hillunni og það verður áhugavert að sjá hversu lengi honum tekst að halda sér heilum.
Athugasemdir
banner
banner