Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   mán 17. nóvember 2014 07:30
Alexander Freyr Tamimi
Daley Blind fjarri góðu gamni næstu sex vikurnar
Daley Blind meiddist illa í gærkvöldi.
Daley Blind meiddist illa í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daley Blind, leikmaður Manchester United, meiddist illa á hné í 6-0 sigri Hollands gegn Lettlandi í undankeppni EM 2016 í gærkvöldi.

Hollenska knattspyrnusambandið staðfesti eftir leik að meiðslin væru alvarleg og verður hann fjarri góðu gamni í allt af sex vikur.

Blind meiddist eftir að hafa lent saman við Eduards Visnakovs í fyrri hálfleik og var umsvifalaust tekinn af velli. Hann var sárþjáður en þurfti þó ekki að fara af velli á börum.

Það gæti því verið að Blind hafi spilað sinn síðasta leik á árinu 2014 en Manchester United mun þó vonast til að hann verði kominn til baka áður en hið gríðarlega leikjaálag í kringum jólin hefst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner