Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   þri 18. nóvember 2014 14:30
Alexander Freyr Tamimi
Messi íhugar að yfirgefa Barcelona: „Hlutirnir breytast“
Mun Messi yfirgefa Börsunga?
Mun Messi yfirgefa Börsunga?
Mynd: Getty Images
Lionel Messi, sóknarmaður Barcelona, virðist vera óánægður hjá félaginu og gaf hann það sterklega í skyn að hann gæti haldið á önnur mið.

Argentínski landsliðsmaðurinn spilaði sinn fyrsta leik fyrir Barcelona árið 2004 og hefur stimplað sig inn sem einn allra besti fótboltamaður sögunnar. Hefur hann verið spænskur meistari sex sinnum, Evrópumeistari þrisvar og vann Gullknöttinn fjögur ár í röð.

Þá er Messi einnig búinn að bæta flest met sem hægt er að bæta þegar kemur að markaskorun.

Undanfarið ár hefur Cristiano Ronaldo þó verið meira í sviðsljósinu en Messi. Ronaldo vann Gullknöttinn fyrir árið 2013 og gæti tekið hann annað árið í röð. Þá vann Barcelona engan titil á síðustu leiktíð.

Messi hefur alltaf haldið því fram að hann ætli að klára ferilinn sem leikmaður Barcelona, en nú virðist hann hafa skipt um skoðun.

,,Ég lifi bara í núinu. Ég hugsa bara um að eiga frábært ár og vinna titla með Barcelona," sagði Messi við Ole.

,,Ég hugsa ekki um neitt annað. Eftir það getum við séð til."

,,Margt getur breyst í fótboltanum. Ég hef alltaf sagt að ég myndi elska að vera hérna út ferilinn, en stundum ganga hlutirnir ekki upp samkvæmt áætlun."

,,Ég hef oft sagt það að ef það væri undir mér komið yrði ég áfram að eilífu. En eins og ég sagði, þá ganga hlutirnir ekki alltaf upp. Sérstaklega í fótbolta, þar sem svo margt getur breyst og gerst."

,,Þetta er flókið, sérstaklega núna í ljósi þess sem er að gerast hjá Barcelona."

Athugasemdir
banner
banner
banner