Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   þri 19. mars 2024 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikar kvenna: KH vann sterkan sigur á Smára
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

KH 4-0 Smári
1-0 Selma Dís Scheving ('22 )
2-0 Arna Ósk Arnarsdóttir ('28 )
3-0 Ásdís Aþena Magnúsdóttir ('56 )
4-0 Arna Ósk Arnarsdóttir ('86 )


KH vann sterkan sigur á Smára í riðli eitt í C deild Lengjubikars kvenna í kvöld.

Arna Ósk Arnarsdóttir skoraði tvö mörk í 4-0 sigri liðsins en liðið er með fjögur stig eftir þrjá leiki og gæti verið í góðri stöðu til að tryggja sér sæti í undanúrslitum með sigri á Fjölni í lokaumferðinni.

Smári er hins vegar á botninum án stiga og vonir liðsins um að komast áfram í úrslitakeppnina því úr sögunni.

Smári lýkur keppni þegar liðið fær Hauka í heimsókn í lokaumferðinni.


Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 1
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Haukar 4 3 1 0 15 - 8 +7 10
2.    Fjölnir 4 3 0 1 16 - 7 +9 9
3.    Álftanes 4 1 2 1 8 - 10 -2 5
4.    KH 4 1 1 2 8 - 8 0 4
5.    Smári 4 0 0 4 4 - 18 -14 0
Athugasemdir
banner
banner
banner