Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 20. mars 2024 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Víkingur lagði KR og Afturelding vann á Spáni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Raggi Óla
Víkingur R. og KR áttust við í æfingaleik í Víkinni og höfðu heimamenn betur með tveimur mörkum gegn einu.

Helgi Guðjónsson skoraði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og setti Davíð Örn Atlason það sem reyndist sigurmark Víkings með hælspyrnu í seinni hálfleik.

Kristján Flóki Finnbogason skoraði mark KR í leiknum beint úr aukaspyrnu.

Afturelding lagði þá Selfoss að velli í æfingaferð á Spáni, þar sem Mosfellingar unnu 4-2.

Elmar Kári Enesson Cogic, Aron Elí Sævarsson, Aron Jónsson og Valgeir Árni Svansson skoruðu mörk Aftureldingar í sigrinum, en upplýsingar hafa ekki borist um markaskorara Selfyssinga.

Víkingur R. 2 - 1 KR
Mörk Víkings:
Helgi Guðjónsson (víti)
Davíð Örn Atlason
Mark KR:
Kristján Flóki Finnbogason

Afturelding 4 - 2 Selfoss:
Mörk Aftureldingar:
Elmar Kári Enesson Cogic
Aron Elí Sævarsson
Aron Jónsson
Valgeir Árni Svansson
Athugasemdir
banner
banner
banner