Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mið 20. mars 2024 19:45
Ívan Guðjón Baldursson
Höness segir Real Madrid vera með í baráttunni um Xabi Alonso
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Uli Höness, stjórnarmeðlimur hjá þýska stórveldinu FC Bayern, segir að Real Madrid sé með í baráttunni um Xabi Alonso, þjálfara Bayer Leverkusen.

Alonso er eftirsóttasti þjálfari heims um þessar mundir eftir frábæran árangur sem hann er að ná með Leverkusen á tímabilinu.

Leverkusen er tilbúið til að bjóða þjálfaranum sínum risasamning til að halda honum, en FC Bayern og Liverpool eru einnig afar áhugasöm og búa yfir meiri fjármunum heldur en Leverkusen.

Alonso hefur sterka tengingu við Liverpool og Bayern eftir að hafa leikið fyrir bæði félög sem leikmaður, en á ferli sínum lék hann einnig fyrir spænska stórveldið Real Madrid.

„Xabi er búinn að sanna að hann getur stýrt stórliði í Evrópu. Það er erfitt að segja til um framtíðina hans vegna þess að félög eins og Liverpool, Real Madrid, Leverkusen og líka FC Bayern vilja fá hann," sagði Höness meðal annars.

Carlo Ancelotti er þjálfari Real Madrid um þessar mundir en hann skrifaði undir nýjan samning við félagið í desember sem gildir út sumarið 2026.
Athugasemdir
banner
banner