Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 20. mars 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Urðu góðir vinir eftir fótbrotið fræga - „Mikilvægur liðsfélagi"
Jón Ragnar Jónsson, tónlistarmaður og fyrrum fótboltamaður.
Jón Ragnar Jónsson, tónlistarmaður og fyrrum fótboltamaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lennon fagnar hér marki með FH.
Lennon fagnar hér marki með FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Steven Lennon lagði skóna á hilluna fyrir stuttu eftir að hafa átt frábæran feril hér á Íslandi. Hann er einn besti fótboltamaður sem hefur spilað hér á landi.

Í síðasta mánuði mætti hann í hlaðvarp hér á Fótbolta.net þar sem hann fór yfir frábæran feril sinn. Hann ræddi þar til að mynda um atvik sem var mikið rætt um árið 2012 þegar Jón Ragnar Jónsson, tónlistarmaður og fyrrum fótboltamaður, fótbraut hann í leik á Laugardalsvelli.

Lennon þríbrotnaði á rist eftir tæklingu Jóns en þeir urðu síðar samherjar og góðir vinir. Jón færði Lennon eftirminnilega gjafir eftir að hafa fótbrotið hann og þar á meðal voru bíómyndir og tölvuleikir, og jú plata eftir hann sjálfan.

„Ég vissi ekki hver þessi Jón Jónsson var, vissi ekki að hann væri frægur tónlistarmaður fyrr en hann negldi mig niður á miðjum vellinum," sagði Lennon léttur í hlaðvarpinu. „Hann komst að því svo að ég hefði fótbrotnað og sendi hann mér skilaboð daginn eftir. Hann vildi hitta mig og hann kom heim til mín. Hann gaf mér plötuna sína. Ég spilaði eitt eða tvö lög á plötunni og henti henni svo í ruslið. Nei, ég segi svona. Ég hef kunnað vel við hann síðan þá og við vorum liðsfélagar lengi."

„Hann er góður gæi en hann getur líka verið reiður. Ef þú þekkir hann ekki persónulega þá hugsarðu um hann sem brosmildan náunga en hann er með skap og getur verið reiður þegar hann vill vera það."

Lennon segir að klefinn hjá FH hafi verið virkilega skemmtilegur þegar hann gekk í raðir félagsins árið 2014 og þar hafi Jón verið fremstur í flokki. „Hann var svo góður og mikilvægur liðsfélagi. Þegar hann fór þá breyttist mikið. Hann er frábær karakter og ég elskaði að hafa hann í kringum liðið. Við höfum hlegið mikið af því sem gerðist."

Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Lennon í spilaranum hér fyrir neðan.
Steven Lennon gerir upp magnaðan feril - Skórnir upp á hillu
Athugasemdir
banner
banner