Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 21. mars 2024 13:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd með augastað á miðjumanni Wolves
Joao Gomes.
Joao Gomes.
Mynd: EPA
Manchester United er að íhuga kaup á Joao Gomes, miðjumanni Wolves, en það er Mirror sem greinir frá þessu.

United ætlar að reyna að bæta djúpum miðjumanni við leikmannahóp sinn í sumar þar sem Casemiro er að komast vel á aldur.

Man Utd er með augastað á Gomes sem er metinn á 40 milljónir punda.

Njósnarar frá United hafa fylgst með Gomes nokkrum sinnum á þessu tímabili, síðast þegar Úlfarnir unnu 2-1 sigur gegn Fulham fyrr í þessum mánuði.

Hinn 23 ára gamli Gomes var keyptur til Wolves frá Fluminense fyrir 12 milljónir punda í janúar 2023. Hann mun líklega spila sinn fyrsta A-landsleik fyrir Brasilíu gegn Englandi á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner