Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 22. mars 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Yfir 70 ára samstarf á endastöð - Þýsku landsliðin fara í Nike
Þýska landsliðið hefur lengi spilað í Adidas.
Þýska landsliðið hefur lengi spilað í Adidas.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í meira en 70 ár hefur þýska landsliðið í fótbolta verið merkt íþróttavörufyrirtækinu frá smábænum Herzogenaurach: Adidas.

En núna verður breyting á þar sem þýska knattspyrnusambandið hefur samið við stærsta samkeppnisaðila Adidas; Nike frá Bandaríkjunum.

Frá 2027 mun Nike framleiða búninga þýsku landsliðana en samningurinn gildir í sjö ár.

Dr. Holger Blask, framkvæmdastjóri þýska knattspyrnusambandsins, segir að Nike hafi gert langbesta fjárhagslega tilboðið og bandaríski risinn ætlar að gera sitt til að styðja við grasrótina og kvennafótboltann.

Það er talið að Nike muni borga 100 milljónir evra á ári fyrir nýja samninginn en samningurinn við Adidas var bara fyrir 50 milljónir evra á ári.
Athugasemdir
banner
banner