Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mið 25. nóvember 2015 18:00
Elvar Geir Magnússon
„Liverpool bað mig um að gagnrýna ekki Mignolet"
Bruce Grobbelaar, fyrrum markvörður Liverpool.
Bruce Grobbelaar, fyrrum markvörður Liverpool.
Mynd: Getty Images
Liverpool bað Bruce Grobbelaar, fyrrum markvörð félagsins, um að vera ekki of hávær í gagnrýni sinni á Belganum Simon Mignolet sem er núverandi markvörður liðsins. Þetta segir Grobbelaar sjálfur.

Grobbelaar segir að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sé þegar farinn að skoða kosti í staðinn fyrir Mignolet. Talað er um að hann sé að horfa til Bernd Leno hjá Bayer Leverkusen og Loris Karius hjá Mainz.

„Ég hef verið að gagnrýna Mignolet í tvö til þrjú ár. Ég var beðinn um að vera ekki að gagnrýna hann svona opinberlega. En ég held að Klopp vilji fá nýjan markvörð og sé að skoða nokkra kosti í þýsku deildinni. Ég gæti trúað því að nýr markvörður verði eitt af fystu kaupum hans hjá Liverpool."

Liverpool keypti Mignolet frá Sunderland fyrir 9 milljónir punda og hann hefur spilað 111 leiki fyrir félagið. Grobbelaar er í dag markmannsþjálfari hjá Ottawa Fury í Kanada og segir að þar megi finna betri markvörð en Mignolet er.
Athugasemdir
banner
banner
banner