Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mán 27. febrúar 2017 17:00
Elvar Geir Magnússon
Meiðslavandræði Götze halda áfram
Ekki er vitað hvenær Götze snýr aftur.
Ekki er vitað hvenær Götze snýr aftur.
Mynd: Getty Images
Þýski landsliðsmaðurinn Mario Götze hjá Dortmund hefur verið í miklum meiðslavandræðum á tímabilinu og ekki sér fyrir endann á þeim.

Götze hefur aðeins leikið ellefu deildarleiki á tímabilinu eftir að hann kom aftur til Dortmund frá Bayern München síðasta sumar.

Ýmis meiðsli hafa herjað á Götze sem glímir nú við efnaskiptaraskanir eftir því sem kemur fram í yfirlýsingu Dortmund. Ekki er vitað hversu lengi hann verður frá keppni.

Götze hefur aðeins skorað tvö mörk á tímabilinu í öllum keppnum,

„Ég er í meðhöndlun og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að snúa aftur til æfinga og hjálpa liðinu að ná okkar markmiðum," segir Götze.

Dortmund er í þriðja sæti þýsku deildarinnar, þrettán stigum á eftir meisturum Bayern München.
Athugasemdir
banner
banner