Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 01. nóvember 2022 10:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salih Heimir tekur við kvennaliði Hauka í þriðja sinn (Staðfest)
Salih Heimir Porca.
Salih Heimir Porca.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Salih Heimir Porca hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari kvennaliðs Hauka. Hann skrifar undir tveggja ára samning við félagið.

Hann staðfestir þetta í samtali við Fótbolta.net.

Þetta verður í þriðja sinn sem þessi reynslumikli þjálfari tekur við kvennaliði Hauka en hann stýrði liðinu einnig frá 2005 til 2006 og svo aftur frá 2009 til 2011.

Undir hans stjórn komust Haukar upp í úrvalsdeild árið 2010. Haukar féllu úr Lengjudeildinni í sumar og leika í 2. deild á næsta ári.

„Þetta eru ungar og efnilegar stelpur. Við ætlum okkur strax upp og ætlum okkur að gera góða hluti. Haukar eiga ekki að vera þarna, við eigum að vera í Bestu deildinni. Ég hlakka til að vinna með ungum leikmönnum og hjálpa þeim að bæta sig. Ég tel mig geta gert mikið og sett hlutina á hærra plan með nútíma þjálfun. Þetta er mjög spennandi og ég hlakka til, en árangur kemur ekki að sjálfu sér. Það þarf að vinna," segir Salih Heimir og bætir við:

„Agnes Þóra (Árnadóttir) verður styrktar- og næringaþjálfari en ég á eftir að fá aðstoðarþjálfara. Ég er með stuðning til gera góða hluti og við erum að að fá GPS vesti og fleira. Við verðum með öflugt teymi."
Athugasemdir
banner
banner
banner