Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fim 02. júní 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orri Steinn: Ég er sautján ára
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta lítur vel út, hópurinn er góður og góð stemning innan hópsins. Ég finn jákvæða orku milli okkar allra sem er gott að sjá," sagði Orri Steinn Óskarsson, leikmaður U21 árs landsliðsins við Fótbolta.net í dag.

„Það er mjög fínt, fullorðinsbolti sem er það sem maður er búinn að stefna á uppá síðkastið. Það er mjög fínt að komast inn í það."

Talandi um fullorðinsbolta, Orri spilaði sinn fyrsta keppnisleik með FC Kaupmannahöfn á dögunum þegar liðið varð danskur meistari.

„Það var geggjað, að fá smá lyktina af þessu og þá getur maður aðeins séð hvað maður er að fara út í. Það var geggjað og að fá samninginn var toppurinn."

„Það er allavega planið og svo er það undir mér komið að nýta þá sénsa sem ég fæ og sýna að ég sé nógu góður."


Orri raðaði inn mörkum með U19 liði FCK. „Þegar þú spilar vel og skorar mörk þá er auðvitað sett meiri pressa á þig. Ég þrífst undir þeirri pressu og að fá að njóta athyglinnar eru forréttindi finnst mér."

Orri spilar oft sem fremsti maður en hefur líka spilað sem 'átta' inná miðsvæðinu. „Það er búið að bæta hlutum inní minn leik og það er búið að ganga mjög vel. Ég myndi samt segja að minn helsti styrkleiki liggi fram á við."

Vonastu eftir því að vera í byrjunarliðinu með U21? „Auðvitað er það markmiðið alltaf. Ég er sautján ára og stundum þarf maður að taka aðeins minna hlutverk að sér. Ég er tilbúinn að gera það, það tekur auðvitað sinn tíma að vinna sig inn í liðið en auðvitað vonast ég eftir því að byrja," sagði Orri.
Athugasemdir
banner