Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 04. september 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rennes borgar rúmar 20 milljónir fyrir Gouiri og Wooh (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Franska félagið Rennes endaði í fjórða sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð og leikur því í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í haust.


Franska deildin er í stórsókn og mörg félög í kringum Rennes sem náðu að styrkja hópana sína umtalsvert í sumar.

Rennes gerði einnig tilraun til þess styrkja sig og keypti Arnaud Kalimuendo og Arthur Theate til sín fyrr í sumar auk þess að hafa fengið Joe Rodon að láni og Steve Mandanda á frjálsri sölu.

Félagið missti þó nokkra leikmenn frá sér eins og Nayef Aguerd sem fór til West Ham og Mathys Tel sem hélt til FC Bayern. Þetta eru langt frá því að vera fyrstu leikmennirnir sem félagið selur frá sér á síðustu árum eftir að menn á borð við Eduardo Camavinga, Ousmane Dembele, Edouard Mendy og Raphinha hafa verið seldir.

Rennes var að krækja sér í tvo öfluga leikmenn á gluggadegi sem hafa þó aldrei leikið fyrir félagslið utan landsteinanna.

Sóknarmaðurinn Amine Gouiri er dýrari og kemur fyrir 15 milljónir evra á meðan varnarmaðurinn fjölhæfi Christopher Wooh kostar 10 milljónir.

Gouiri er 22 ára og var lykilmaður upp yngri landslið Frakka en á eftir að taka stökkið upp í aðalliðið. Hann á 28 mörk í 89 leikjum hjá Nice.

Wooh er tvítugur, hann lék með Lens á síðustu leiktíð og fékk að spila sinn fyrsta A-landsleik fyrir Kamerún.

Auk þess að fá pening frá Rennes fær Nice einnig framherjann Gaetan Laborde í skiptum. Laborde er 28 ára og skoraði 17 mörk í 43 leikjum á síðustu leiktíð. Hann er kominn með tvö mörk í fjórum leikjum á yfirstandandi leiktíð á meðan Gouiri á enn eftir að skora eftir fimm umferðir.


Athugasemdir
banner
banner