Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 04. september 2022 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Valery seldur eftir sjö ár hjá Southampton (Staðfest)
Valery í baráttu við Andy Robertson á vængnum.
Valery í baráttu við Andy Robertson á vængnum.
Mynd: EPA

Southampton er búið að selja franska bakvörðinn Yan Valery til Angers í heimalandinu eftir sjö ára samstarf. Kaupverðið er óuppgefið en ekki talið nema yfir einni milljón punda.


Valery er 23 ára gamall og þótti mikið efni á sínum tíma þegar hann spilaði með U17 og U18 landsliðum Frakka.

Honum tókst ekki að taka stökkið en á þó 53 leiki að baki fyrir Southampton, þar af 43 í ensku úrvalsdeildinni.

Valery á ekki möguleika í samkeppnina um hægri bakvarðarstöðuna hjá Southampton þar sem Kyle Walker-Peters og Toni Livramento eru framar í göggunarröðinni.

Angers hefur haft hægt um sig á leikmannamarkaðinum í sumar og aðeins krækt í leikmenn á frjálsri sölu að undanskildum Ousmane Camara, varnarmanni og fyrirliða U19 ára landsliðs Frakklands sem kostaði tvær milljónir evra, og Abdallah Sima sem kemur á láni frá Brighton.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner