Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 07. júlí 2018 21:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Alen Halilovic til AC Milan (Staðfest)
Halilovic er mættur til Ítalíu.
Halilovic er mættur til Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Alen Halilovic hefur gengið til liðs við AC Milan frá Hamburg í Þýskalandi.

Leikmaðurinn skrifar undir þriggja ára samning við félagið en hann eyddi öllu síðasta tímabili á láni hjá Las Palmas þar sem hann spilaði 38 leiki og skoraði tvö mörk.

Þessi 22. ára gamli leikmaður gengur til liðs við Milan á frjálsri sölu og skrifar undir samning til 2021. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Halilovic nú þegar spilað yfir 150 leiki í efstu deild, með Dinamo Zagreb, Hamborg og Las Palmas.

Milan hafði áður samið við Pepe Reina og Ivan Strinic sem komu einnig á frjálsri sölu til liðsins.




Athugasemdir
banner
banner
banner