Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 07. júlí 2018 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mónakó fær Pele til að fylla í skarð Fabinho (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Franska úrvalsdeildarfélagið Mónakó hefur fundið arftaka Fabinho sem fór til Liverpool á dögunum.

Maðurinn sem kemur í stað Fabinho er með frábært fótboltanafn. Hann heitir Pele og kemur frá Rio Ave í Portúgal.

Pele, sem er landsliðsmaður frá Gínea-Bissá, var valinn leikmaður tímabilsins hjá Rio Ave á síðasta tímabili.

„Ég er mjög ánægður að ganga til liðs Mónakó, metnaðarfulls félags sem spilar í Meistaradeildinni og er að berjast á toppnum í frönsku úrvalsdeildinni," sagði Pele. „Það er draumur að klæðast treyju Mónakó. Ég get ekki beðið eftir að hitta starfsliðið og liðsfélaga mína."

Pele er 26 ára gamall og hefur nánast allan sinn feril leikið í Portúgal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner