Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 08. september 2022 20:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mata og Icardi til Galatasaray (Staðfest)
Icardi
Icardi
Mynd: Galatasaray
Juan Mata og Mauro Icardi voru nú í kvöld kynntir sem nýir leikmenn tyrkneska félagsins Galatasaray. Icardi kemur á láni frá PSG út þetta tímabil en Mata kemur á frjálsri sölu þar sem samningur hans við Manchester United rann út fyrr í sumar.

Það eru ekki einu leikmennirnir sem Galatasaray fékk í dag því félagið kynnir einnig þá Yusuf Demir (kaup frá Austria Vín), Mathias Ross Jensen (kaup frá Álaborg) og Milot Rashica (lán frá Norwich).

Galatasaray rifti þá samningi við Ömer Bayram.

Juan Mata er 34 ára Spánverji sem var á mála hjá Manchester United í átta tímabil áður en hann yfirgaf félagið í sumar. Icardi er 29 ára argentínskur framherji sem hefur verið hjá PSG frá því hann kom á láni frá Inter tímabilið 2019-20.

PSG greiðir ríflega 60% launa Icardi á meðan tímabilinu stendur.


Athugasemdir
banner
banner
banner