Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. júlí 2018 11:36
Elvar Geir Magnússon
Yarmolenko til West Ham (Staðfest)
Andriy Yarmolenko.
Andriy Yarmolenko.
Mynd: Getty Images
Úkraínski landsliðsmaðurinn Andriy Yarmolenko, 28 ára, hefur gengið í raðir West Ham frá Borussia Dortmund. Hann hefur skrifað undir fjögurra ára samning við enska félagið.

Yarmolenko hefur verið drjúgur fyrir Dynamo Kiev og úkraínska landsliðið á ferli sínum, skorað yfir 175 mörk og átt yfir 100 stoðsendingar. Hann hefur fjórum sinnum verið valinn leikmaður ársins í Úkraínu.

„West Ham er stórt félag með góða stuðningsmenn og ég hlakka til að koma og spila í ensku úrvalsdeildinni," segir Yarmolenko sem var eitt tímabil hjá Dortmund og skoraði þrjú mörk í átján leikjum.

Mario Husillos, yfirmaður fótboltamála hjá West Ham, segir að félagið sýni með kaupunum að það hafi metnað til að berjast við þá bestu.

„Hann er örvfættur en getur spilað úti hægra megin, hann er snöggur og góður einn gegn einum. Hann gefur liðinu mikinn sóknarmöguleika og skorar mark. Hann er snöggur í skyndisónum og ógnar í loftinu með hæð sinni. Þá hefur hann góða reynslu, hefur spilað fyrir stór lið og barist um titla," segir Husillos.

„Hann átti góða leiki hjá Dortmund en náði ekki að sýna sínar bestu hliðar. Ég tel að Manuel Pellegrini sé hinn fullkomni þjálfari fyrir Andriy og hans leikstíl."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner