Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 16. maí 2018 11:30
Magnús Már Einarsson
Bjössi Hreiðars og sex aðrir í KH á lokadeginum (Staðfest)
Bjössi Hreiðars í bikarleik með Ármanni á dögunum.
Bjössi Hreiðars í bikarleik með Ármanni á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var nóg að gera hjá 3. deildarliði KH á lokadegi félagaskiptagluggans í gær.

KH krækti í sjö nýja leikmenn fyrir lok gluggans en þar á meðal er Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals. Hinn 42 ára gamli Sigurbjörn kemur frá Ármanni þar sem hann spilaði bikarleik á dögunum.

Framherjinn Aron Skúli Brynjarsson er kominn aftur til KH frá ÍR en markvörðurinn Magnús Þór Magússon er einnig kominn frá ÍR.

KH lagði Sindra í fyrstu umferðinni í 3. deildinni um síðustu helgi en næsti leikur liðsins er gegn Ægi annað kvöld.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner