mið 16. maí 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Guðmundur Marteinn og Enok í Þrótt V. (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Marteinn Hannesson og Enok Eiðsson eru búnir að skrifa undir samning við Þrótt Vogum sem leikur í 2. deildinni í sumar.

Þar endursameinast þeir Úlfari Blandon, sem þjálfaði félagana er Grótta komst upp úr 2. deild fyrir tveimur árum.

Guðmundur er varnarmaður fæddur 1986 og er að komast aftur af stað eftir að hafa slitið krossband í fyrra.

Enok er fæddur 1990 og var fastamaður í byrjunarliði Gróttu í Inkasso í fyrra.

Báðir leikmenn eru reynslumiklir og munu vera mikilvægir fyrir Þrótt, sem er með sex stig eftir tvær umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner