Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 16. maí 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Vængir Júpíters bættu við sig fimm leikmönnum (Staðfest)
Reynir Már Sveinsson er kominn í Vængi Júpíters.
Reynir Már Sveinsson er kominn í Vængi Júpíters.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Vængir Júpíters styrktu hóp sinn fyrir lok félagaskiptagluggans í gærkvöldi en þeir Alexander Bjarki Rúnarsson, Helgi Snær, Reynir Már, Magnús Pétur Bjarnason og Bjarki Pétursson gengu til liðs við félagið.

Alexander kemur aftur í Vængina eftir að hafa spilað með Reyni Sandgerði í vetur, Alexander var markahæsti leikmaður Vængjanna í fyrra.

Miðjumaðurinn Helgi Snær kemur frá ÍR en hann er fæddur árið 1999 og er því ennþá á 2.flokks aldri. Helgi lék þrjá leiki í Lengjubikarnum og Reykjavíkurmótinu í vetur með ÍR.

Magnús Pétur kemur frá Fjölni en Magnús hefur verið að glíma við erfið meiðsl undanfarin ár. Magnús á leiki með Ægi, Fjölni og BÍ/Bolungarvík í efstu deildum og á einnig tólf leiki með yngri landsliðum Íslands.

Reynir Már og Bjarki Péturs snúa aftur í Vængina en þeir spiluðu með Vængjunum árið 2014. Reynir kemur frá HK þar sem hann spilaði 14 leiki í fyrra og skoraði þrjú mörk í Inkasso-deildinni. Hann á einnig tvö tímabil að baki með Þór. Bjarki kemur frá Vestra en hann spilaði með liðinu á undirbúningstímabilinu.

Vængirnir töpuðu 3-1 gegn Ægi í fyrstu umferð í 3. deildinni en næsti leikur liðsins er gegn KV á föstudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner