Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. maí 2018 14:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 6. sæti: Arsenal
Arsene Wenger er hættur hjá Arsenal.
Arsene Wenger er hættur hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Alexandre Lacazette var markahæstur hjá Arsenal, skoraði 14 mörk.
Alexandre Lacazette var markahæstur hjá Arsenal, skoraði 14 mörk.
Mynd: Getty Images
Nacho Monreal átti flott tímabil.
Nacho Monreal átti flott tímabil.
Mynd: Getty Images
Aubameyang kom til Arsenal í janúar, hann var næst markahæstur á tímabilinu hjá Arsenal og skoraði 10 mörk.
Aubameyang kom til Arsenal í janúar, hann var næst markahæstur á tímabilinu hjá Arsenal og skoraði 10 mörk.
Mynd: Getty Images
Özil var stoðsendingahæstur.
Özil var stoðsendingahæstur.
Mynd: Getty Images
Mkhitaryan kom til Arsenal í janúar.
Mkhitaryan kom til Arsenal í janúar.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudaginn, í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að skoða hvað gerðist hjá Arsenal í vetur.

Arsene Wenger stýrði Arsenal í 6. sæti á sínu síðasta tímabili með liðið. Arsenal skoraði nokkuð mikið í vetur en liðið fékk einnig mikið af mörkum á sig. Arsenal byrjaði tímabilið á að vinna Leicester City, 4-3 á heimavelli, eftir það komu tveir tapleikir gegn Stoke City og Liverpool.

Í janúar urðu talsverðar breytingar á leikmannahópi Arsenal, Henrikh Mkhitaryan kom frá Manchester United og Pierre-Emerick Aubameyang frá Dortmund, Konstantinos Mavropanos kom einnig til Arsenal í janúar. Alexis Sanchez fór til Manchester United og Oliver Giroud til Chelsea.

Arsenal mun leika í Evrópdeildinni á næsta tímabili en ekki Meistaradeildinni, það má segja að ástæðan fyrir því að liðið var ekki nær því að ná í Meistaradeildarsæti sé lélegur árangur á útivöllum en ef aðeins stigin eru talin sem Arsenal náði í á útivelli kemur í ljós að þeir eru meðal neðstu liða, en hins vegar ef aðeins stigin eru talin sem þeir náðu í á heimavelli þá eru þeir meðal efstu liða.

Wenger kvaddi Emirates með látum í síðasta heimaleik sínum með Arsenal en liðið sigraði þá Burnley 5-0, síðasti leikur Wenger með liðið var gegn Huddersfield þar sem Arsenal sigraði, 0-1.

Besti leikmaður Arsenal á tímabilinu:
Þrátt fyrir að varnarleikur Arsenal hafi ekki verið merkilegur á tímabilinu átti Spánverjinn Nacho Monreal flott tímabil. Hann skoraði fimm mörk og lagði upp tvö, hann fær þennan titil.

Þessir sáu um að skora mörkin í vetur:
Alexandre Lacazette - 14 mörk
Pierre-Emerick Aubameyang - 10 mörk
Aaron Ramsey - 7 mörk
Alexsis Sanchez (Spilar nú með Man Utd) - 7 mörk
Nacho Monreal - 5 mörk
Danny Welbeck - 5 mörk
Olivier Giroud (Spilar nú með Chelsea) - 4 mörk
Mesut Özil - 4 mörk
Alex Iwobi - 3 mörk
Shkodran Mustafi - 3 mörk
Hector Bellerín - 3 mörk
Sead Kolasinac - 2 mörk
Laurent Koscielny - 2 mörk
Henrikh Mkhitaryan - 2 mörk
Per Mertesacker - 1 mark
Jack Wilshere - 1 mark
Granit Xhaka - 1 mark

Þessir lögðu upp mörkin:
Mesut Özil - 8 stoðsendingar
Aaron Ramsey - 8 stoðsendingar
Granit Xhaka - 7 stoðsendingar
Alex Iwobi - 5 stoðsendingar
Pierre-Emerick Aubameyang - 4 stoðsendingar
Sead Kolasinac - 4 stoðsendingar
Alexandre Lacazette - 4 stoðsendingar
Henrikh Mkhitaryan - 4 stoðsendingar
Hector Bellerín - 3 stoðsendingar
Alexis Sanchez (Spilar nú með Man Utd) - 3 stoðsendingar
Jack Wilshere - 3 stoðsendingar
Nacho Monreal - 2 stoðsendingar
Danny Welbeck - 2 stoðsendingar
Mohamed Elneny - 1 stoðsending
Shkodran Mustafi - 1 stoðsending

Flestir spilaðir leikir:
Granit Xhaka - 38 leikir
Hector Bellerín - 35 leikir
Petr Cech - 34 leikir
Alexandre Lacazette - 32 leikir
Nacho Monreal - 28 leikir
Danny Welbeck - 28 leikir
Shkodran Mustafi - 27 leikir
Sead Kolasinac - 27 leikir
Alex Iwobi - 26 leikir
Mesut Özil - 26 leikir
Laurent Koscielny - 25 leikir
Aaron Ramsey - 24 leikir
Jack Wilshere - 20 leikir
Alexis Sanchez (Spilar nú með Man Utd) - 19 leikir
Oliver Giroud (Spilar nú með Chelsea) - 16 leikir
Ainsley Maitland-Niles - 15 leikir
Pierre-Emerick Aubameyang -13 leikir
Mohamed Elneny - 13 leikir
Calum Chambers - 12 leikir
Rob Holding - 12 leikir
Henrikh Mkhitaryan - 11 leikir
Francis Coquelin - 7 leikir
Per Mertesacker - 6 leikir
Theo Walcott (Spilar nú með Everton) - 6 leikir
David Ospina - 5 leikir
Konstantinos Mavropanos - 3 leikir
Reiss Nelson - 3 leikir
Eddie Nketiah - 3 leikir
Alex Oxlade-Chamberlain (Leikur nú með Liverpool) - 3 leikir
Joe Willock - 2 leikir

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Eins og áður hefur komið fram fékk Arsenal mikið af mörkum á sig á tímabilinu, 51 mark. Þeir fengu talsvert færri mörk á sig í fyrra, 44 mörk.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Alexandre Lacazette var markahæsti leikmaður Arsenal á tímabilinu og fékk flest stig í vetur, 138 stig.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi Arsenal á tímabilinu?
Fótbolti.net spáði því að Arsenal myndi enda í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, Arsenal endaði hins vegar í 6. sæti.

Spáin fyrir enska - 5. sæti: Arsenal

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Arsenal á tímabilinu
England: Varamaðurinn Giroud hetjan í sjö marka leik
England: Arsenal gerði sér lítið fyrir og skellti Tottenham
Wenger: Get gefið ykkur fullt af dæmum um óheppni okkar
Aubameyang til Arsenal (Staðfest)
England: Ramsey með þrennu í öruggum sigri Arsenal
Mkhitaryan: Ég kann mjög vel við það hvernig Arsenal spilar
Wenger hættir með Arsenal í sumar (Staðfest)
Wenger var kvaddur í dag - Vildi ekki hætta

Enska uppgjörið:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7. Burnley
8. Everton
9. Leicester
10. Newcastle
11. Crystal Palace
12. Bournemouth
13. West Ham
14. Watford
15. Brighton
16. Huddersfield
17. Southampton
18. Swansea
19. Stoke
20. West Brom
Athugasemdir
banner