Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 17. maí 2018 10:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 8. sæti: Everton
Pickford stóð sig vel í markinu hjá Everton.
Pickford stóð sig vel í markinu hjá Everton.
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman var rekinn frá Everton í október.
Ronald Koeman var rekinn frá Everton í október.
Mynd: Getty Images
Stóri Sam tók við Everton í nóvember, hann var rekinn frá Everton í gær.
Stóri Sam tók við Everton í nóvember, hann var rekinn frá Everton í gær.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fjögur og lagði upp þrjú.
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fjögur og lagði upp þrjú.
Mynd: Getty Images
Rooney skoraði 10 mörk og var markahæstur hjá Everton.
Rooney skoraði 10 mörk og var markahæstur hjá Everton.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudaginn, í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að skoða hvað gerðist hjá Everton í vetur.

Ronald Koeman styrkti Everton liðið mikið fyrir tímabilið en liðinu gekk hins vegar ekki vel í upphafi tímabils og Koeman var rekinn eftir 2-5 tap fyrir Arsenal í október. Þá var Everton í fallsæti með átta stig eftir fyrstu 9 umferðirnar.

David Unsworth stýrði liðinu þar til Sam Allardyce tók við liðinu í lok nóvember. Gengi Everton skánaði talsvert eftir að Stóri Sam tók við og liðið fór taplaust í gegnum fyrstu sex leiki Allardyce.

Gengi Everton eftir áramótin var ekkert til að hrópa húrra fyrir og liðið endaði í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, liðið vann sex deildarleiki eftir áramótin.

Það var svo staðfest í gær að Sam Allardyce væri búinn að missa starfið sem knattspyrnustjóri Everton. Það er því ljóst að Gylfi Þór og félagar hans í Everton munu vera með nýjan stjóra þegar enska úrvalsdeildin fer aftur á stað í ágúst.

Besti leikmaður Everton á tímabilinu:
Markvörðurinn Jordan Pickford sem kom til Everton fyrir tímabilið lék alla leiki liðsins á tímabilinu og hélt markinu hreinu tíu sinnum, hann fær þennan titil. Everton fékk á sig 58 mörk í vetur.

Þessir sáu um að skora mörkin:
Wayne Rooney - 10 mörk
Oumar Niasse - 8 mörk
Cenk Tosun - 5 mörk
Dominic Calvert-Lewin - 4 mörk
Gylfi Þór Sigurðsson - 4 mörk
Theo Walcott - 3 mörk
Leighton Baines - 2 mörk
Tom Davies - 2 mörk
Idrissa Gueye - 2 mörk
Yannick Bolasie - 1 mark
Ashley Williams - 1 mark

Þessir lögðu upp mörkin:
Dominic Calvert-Lewin - 6 stoðsendingar
Leighton Baines - 3 stoðsendingar
Gylfi Þór Sigurðsson - 3 stoðsendingar
Theo Walcott - 3 stoðsendingar
Cuco Martina - 2 stoðsendingar
Oumar Niasse - 2 stoðsendingar
Wayne Rooney - 2 stoðsendingar
Seamus Coleman - 1 stoðsending
Tom Davies - 1 stoðsending
Idrissa Gueye - 1 stoðsending
Michael Keane - 1 stoðsending
Jonjoe Kenny - 1 stoðsending
Ademola Lookman - 1 stoðsending

Flestir spilaðir leikir:
Jordan Pickford - 38 leikir
Tom Davies - 33 leikir
Idrissa Gueye - 33 leikir
Dominic Calvert-Lewin - 32 leikir
Wayne Rooney - 31 leikur
Michael Keane - 30 leikir
Morgan Schneiderlin - 30 leikir
Gylfi Þór Sigurðsson - 27 leikir
Phil Jagielka - 25 leikir
Ashley Williams - 24 leikir
Leighton Baines - 22 leikir
Cuco Martina - 21 leikur
Jonjoe Kenny - 19 leikir
Yannick Bolasie - 16 leikir
Mason Holgate - 15 leikir
Aaron Lennon (Spilar nú með Burnley) - 15 leikir
Cenk Tosun - 14 leikir
Theo Walcott - 14 leikir
Nikola Vlasic - 12 leikir
Seamus Coleman - 12 leikir
Beni Baningime - 8 leikir
Sandro Ramirez - 8 leikir
Ademola Lookman - 7 leikir
Davy Klasseen - 7 leikir
Kevin Mirallas - 5 leikir
James McCarthy - 4 leikir
Ramiro Funes Mori - 4 leikir
Muhamed Besic - 2 leikir
Eliaquim Mangala - 2 leikir

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Everton fékk á sig 58 mörk, það er talsvert meira en í fyrra en liðið fékk þá á sig 44 mörk.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Enski markvörðurinn, Jordan Pickford fékk felst stig leikamanna Everton í vetur, hann fékk 145 stig.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi Everton á tímabilinu?
Fótbolti.net spáði Everton 7. sæti fyrir tímabilið, þeir enduðu hins vegar einu sæti neðar, í 8. sæti.

Spáin fyrir enska - 7. sæti: Everton

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Everton á tímabilinu
England: Arsenal keyrði yfir slaka Everton-menn
Koeman rekinn frá Everton (Staðfest)
Stóri Sam nýr stjóri Everton (Staðfest)
Sjáðu markið: Gylfi skoraði - Sláin, stöngin og aftur sláin
England: Gylfi skoraði í fyrsta leik Samma - Stórsigur Liverpool
Stóri Sam í veseni með nafn Gylfa - „Gudni Sigurdsson"
Stóri Sam: Við erum á réttri leið
Stóri Sam: Ég er ekki að senda boltann
Sam Allardyce rekinn frá Everton (Staðfest)

Enska uppgjörið:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9. Leicester
10. Newcastle
11. Crystal Palace
12. Bournemouth
13. West Ham
14. Watford
15. Brighton
16. Huddersfield
17. Southampton
18. Swansea
19. Stoke
20. West Brom
Athugasemdir
banner
banner
banner