Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 18. júlí 2022 16:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rotherham
„Erum bestu stuðningsmenn í heimi held ég"
Icelandair
Tólfan lætur vel í sér heyra í kvöld.
Tólfan lætur vel í sér heyra í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mjög heitt í Rotherham í dag.
Það er mjög heitt í Rotherham í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Friðgeir Bergsteinsson og Sveinn Ásgeirsson úr Tólfunni, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins, eru mættir til Rotherham.

Þeir ætla að syngja sig hása á vellinum í kvöld þegar Ísland mætir Frakklandi í lokaleik sínum í riðlakeppni EM. Ísland er með örlögin í höndum sér og fer áfram í átta-liða úrslitin með sigri. Jafntefli eða tap gæti dugað en þá verðum við að treysta á hagstæð úrslit í leik Belgíu og Ítalíu sem fer fram á sama tíma.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Frakkland

Aðrir meðlimir Tólfunnar voru á fyrstu leikjum liðsins í riðlinum, en Sveinn og Friðgeir mættu til Englands í gær og ætla að láta vel í sér heyra í kvöld.

Þeir eru virkilega ánægðir með stuðninginn við liðið hingað til á mótinu.

„Við erum bestu stuðningsmenn í heimi held ég," sagði Friðgeir í viðtalinu.

„Við ætlum að hafa gaman að þessu og styðja stelpurnar því þær eiga það virkilega skilið."

Það er mikill hiti í Rotherham þessa stundina og ofhitnaði upptökutækið á meðan viðtalinu stóð. Því stoppaði viðtalið snemma, en undir lokin voru þeir spurðir hvernig leikurinn myndi fara. Þeir eru báðir bjartsýnir og spá því að Ísland geti unnið Frakkland. Sveinn spáði 1-0 sigri og Friðgeir spáði 2-0 sigri Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner