Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 07. maí 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 1. umferð: Vildi þroskast af alvöru
Mads Nielsen (Valur)
Mads í leiknum á sunnudag.
Mads í leiknum á sunnudag.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
,,Ég er mjög ánægður með fyrsta leikinn. Ég var búinn að bíða eftir þessum leik í tvo mánuði og það var gott að vinna KR," segir Mads Nielsen varnarmaður Vals en hann er leikmaður 1. umferðar í Pepsi-deildinni að mati Fótbolta.net.

Mads og Magnús Már Lúðvíksson náðu mjög vel saman í hjarta varnarinnar hjá Val í 2-1 sigri liðsins gegn KR á sunnudag.

,,Þetta var mjög góður leikur. Við tókum stórt skref í þessum leik og vonandi getum við haldið áfram að spila svona gegn öllum liðum."

Hinn 19 ára gamli Mads kom til Vals á láni frá Bröndby í vetur en hann vildi ólmur koma til Íslands.

,,Ég átti möguleika á að vera í annað danskt félag í næstefstu deild en ég vildi gera eitthvað annað í stað þess að vera áfram heima í Danmörku. Ég vildi fara í annað land til að bæta mig sem persóna og leikmaður og þroskast af alvöru."

,,Ég kann vel við lífið á Íslandi, það er ekki slæmt. Þetta er nokkuð svipað og lífið í Danmörku nema það er auðvitað meira af fólki í Danmörku. Fólkið er eins og lífstíllinn er sá sami. Það eina sem er erfitt fyrir mig hér er tungumálið."

Valsmenn mæta Keflvíkingum annað kvöld en Hlíðarendapiltar hafa sett stefnuna á Evrópusæti í sumar.

,,Ég veit ekki hversu langt við getum farið en við höfum markmið sem við viljum ná. Við höfum góaðn hóp og auðvitað vilja allir vinna titilinn. Ef þú vilt það ekki þá áttu ekki að vera í fótbolta eða annarri íþrótt. Við sjáum hvað gerist, það er 21 leikur eftir og margt getur gerst," sagði Mads að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner