Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 09. maí 2014 12:40
Magnús Már Einarsson
Leikmaður 2. umferðar: Aldrei verið derhúfu aðdáandi
Jonas Sandqvist (Keflavík)
Jonas í leiknum í gær.
Jonas í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Brandur
Jonas nær boltanum á undan Kristni Inga Halldórssyni.
Jonas nær boltanum á undan Kristni Inga Halldórssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Brandur
Keflvíkingar hafa byrjað vel.
Keflvíkingar hafa byrjað vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við vorum undir pressu mest allan leikinn en við vörðumst mjög vel út um allan völl. Þetta var baráttusigur og þeir eru alltaf góðir," sagði Jonas Sandqvist markvörður Keflavíkur við Fótbolta.net í dag en hann er leikmaður 2. umferðar eftir frammistöðuna sína í 1-0 sigrinum á Val í gær.

Valsmenn vildu meina að mark hefði verið ranglega dæmt af Kolbeini Kárasyni í síðari hálfleik en Valgeir Valgeirsson dæmdi að boltinn hefði verið farinn út af. Var það réttur dómur?

,,Ég er ekki viss. Nokkrir sögðu við mig eftir leik að boltinn hafi ekki verið farinn. Ég get ekki gefið heiðarlegt svar því ég er ekki viss. Ég er bara ánægður með að þetta var ekki mark."

Týndi boltanum í sólinni
Jonas átti einnig fínan leik gegn Þór í fyrstu umferð en hann gerði þó slæm mistök undir lok leiks þar. Jonas misreiknaði þá aukaspyrnu inn á teiginn og Ármann Pétur Ævarsson nýtti sér það til að skora.

,,Það var mjög pirrandi," sagði Jonas og hló þegar hann rifjaði upp markið.

,,Þetta var auðveldur bolti sem ég væri vanalega ekki í vandræðum með. Ég týndi boltanum í sólinni svo ég ákvað að kýla hann burt en hitti hann ekki. Það er gott að svona mistök komi þegar við erum 3-0 yfir. Ég get lifað með þessu en vonandi verður þetta í eina skiptið sem svona gerist."

Vill ekki nota derhúfu
Í gegnum tíðina hafa markverðir af og til gripið í derhúfu til að fá hjálp í sólinni en Jonas ætlar ekki að gera það í framtíðinni þrátt fyrir mistökin í fyrsta leik.

,,Ég hef aldrei verið aðdáandi þess að vera með derhúfu. Derhúfan hjálpar þegar leikurinn er í gangi en þegar það kemur fyrirgjöf eða eitthvað þarftu hvort sem er að líta upp og þá hjálpar derhúfan ekki. Ég vil ekki vera með derhúfu, ég ætla bara að gera betur næst."

Jonas lék í sænsku úrvalsdeildinni um árabil og í Grikklandi en þessi 32 ára gamli leikmaður var einnig á reynslu hjá Middlesbrough árið 2011. Hann gekk síðan í raðir Keflavíkur í sumar.

,,Ég var félagslaus og Keflavík hafði samband við mig. Ég hef aldrei kom til Íslands og hugsaði með mér, af hverju ekki? Þetta er frábært land og ég nýt þess virkilega að spila fótbolta hér," sagði Jonas en hvað telur hann að Keflvíkingar geti náð langt í sumar?

,,Ég veit ekki mikið um önnur lið en við erum með öflugt lið hjá Keflavík. Ef við höldum áfram að safna stigum þá veit maður aldrei hversu langt við getum náð," sagði Jonas.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Mads Nielsen (Valur)
Athugasemdir
banner
banner
banner