Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 10. ágúst 2014 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Gummi Tóta spáir í leiki 15. umferðar Pepsi-deildarinnar
Guðmundur Þórarinsson.
Guðmundur Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Viðtal við Daða Bergsson takk.
,,Viðtal við Daða Bergsson takk.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
15. umferðin í Pepsi-deild karla hefst í dag með tveimur leikjum. Henni lýkur svo með fjórum leikjum annað kvöld.

Athyglisverðasti leikur umferðarinnar er tvímælalaust leikur KR og Keflavíkur en þetta eru þau lið sem leika til úrslita í Borgunarbikarnum. Leikur Fjölnis og Breiðabliks er einnig athyglisverður, en þar mætast lið í harðri fallbaráttu.

Guðmundur Þórarinsson, leikmaður Sarpsborg í Noregi spáir í leiki 15. umferðarinnar.

ÍBV 2 - 1 FH (í dag, 17:00)
Kveikjum eldana. Þetta verður byrjunin á góðu gengi ÍBV í gegnum síðasta hluta mótsins og ég vona að þessi sigur muni einnig hleypa mikilli spennu í toppbaráttuna.

Fylkir 2 - 2 Víkingur R. (í dag, 19:15)
Hemmi Hreiðars skorar bæði. Agnar Bragi póstar mynd á Instagram eftir leik og skellir svo annarri mynd á Instagram daginn eftir leik. Pape verður síðan tekinn í viðtal fyrir og eftir leik.

Fjölnir 0 - 2 Breiðablik (á morgun, 19:15)
Breiðablik með of gott lið til að vera í botnbaráttu. Mikilvægur leikur fyrir Fjölni en ég held að Blikar verði of sterkir. Finnur Orri skorar fyrir Blikana og Elfar Freyr verður tekinn í viðtal.

KR 2 - 1 Keflavík (á morgun, 19:15)
Sindri “Vanmetinn" Magnússon er góður vinur minn og því hef ég fylgst mikið með Keflavík í sumar. Finnst þeir vera með skemmtilegt lið og ég held að þeir muni stríða KR í þessum leik. KR ná engu að síður að kreista fram sigur undir lokin. Ég spái því að þeir vera með í að berjast um titilinn í lok móts. Keflvíkingar munu samt taka Bikarúrslitaleikinn.

Fram 1 - 3 Valur (á morgun, 19:15)
Vona að Fram haldi sér uppi, finnst þeir með marga spennandi leikmenn og Bjarni Guðjóns finnst mér flottur. Ég held þó meira með Magga Gylfa og vona að Valsarar taki þetta nokkuð sannfærandi. Viðtal við Daða Bergs takk.

Stjarnan 3 - 1 Þór (á morgun, 20:00)
Stjarnan er að fara að mæta Inter og það er það eina sem ég fæ upp þegar ég hugsa um Stjörnuna þessa dagana. Ég held að Stjarnan verði of sterkir fyrir Þórsara. Óli Finsen verður tekinn í viðtal eftir leik.

Sjá einnig:
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - 5 réttir
Sævar Þór Gíslason - 4 réttir
Jóhann Laxdal - 4 réttir
Guðmundur Steinarsson - 4 réttir
Sólmundur Hólm - 3 réttir
Edda Sif Pálsdóttir - 3 réttir
Róbert Aron Hostert - 3 réttir
Felix Bergsson - 3 réttir
Hjörtur Hjartarson - 2 réttir
Hörður Björgvin Magnússon - 1 réttur
Athugasemdir
banner
banner
banner