Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 24. ágúst 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Hjörvar Hafliðason spáir í leiki sautjándu umferðar
Hjörvar Hafliðason.
Hjörvar Hafliðason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Steinn skorar fyrir Fram samkvæmt spá Hjörvars.
Guðmundur Steinn skorar fyrir Fram samkvæmt spá Hjörvars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Már Sigurjónsson fékk þrjá rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í Pepsi-deildinni.

Hjörvar Hafliðason á Stöð 2 Sport, spáir í leiki umferðarinnar að þessu sinni.

ÍBV 3 - 1 Þór (17:00 í dag)
Jonathan Glenn skorar alltaf í Eyjum á meðan Þórsarar eru slakir á útivelli. Þetta fer 3-1 fyrir ÍBV.

Fylkir 1 - 1 Valur (18:00 í dag)
Fylkismenn ljúka sjö leikja heimaleikjahrinu sinni með ellefu stig sem er viðunandi uppskera í lautinni. Albert Brynjar Ingason skorar mark Fylkismanna en Patrik Pedersen skorar fyrir Val.

Stjarnan 2 - 1 Breiðablik (19:15 í dag)
Guðmundur Benediktsson hefur gjörbreytt liði Breiðabliks og það hefur einungis tapað einum af síðustu sjö leikjum. Blikar eru komnir í efri hluta deildarinnar en þeir gera þau mistök að fara að horfa upp fyrir sig á Evrópusæti og þeir tapa aldrei þessu vant 2-1 á plastinu. Rolf Toft og Garðar Jóhannsson gera mörkin. Stjarnan vinnur sinn fimmta leik í röð sem hlýtur að vera nálægt félagsmeti.

Víkingur R. 0 - 5 FH (18:00 á morgun)
Ef marka má leik Víkinga gegn ÍBV þá eru þeir hættir en á meðan vex FH-ingum ásmeginn og verða bara betri og betri.

Fjölnir 3 - 1 Keflavík (18:00 á morgun)
Fjölnismenn sýndu á KR-vellinum að þeir eru síður en svo hættir. Þeir munu kreista út 3-1 sigur á Keflvíkingum. Magnús Páll Gunnarsson gerir tvö mörk ef hann er heill. Ef ekki þá setur Gunnar Már tvö.

Fram 1 - 3 KR (19:15 á morgun)
KR-ingar vilja fá að vera með í toppbaráttu partýinu. Þeir sigra þennan leik 1-3. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skorar mark Fram. Kjartan Henry Finnbogason skorar tvö og Gary John Martin eitt fyrir Vesturbæinga sem eiga hlýjar minningar úr laugardalnum.

Sjá einnig:
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - 5 réttir
Sævar Þór Gíslason - 4 réttir
Jóhann Laxdal - 4 réttir
Guðmundur Steinarsson - 4 réttir
Guðmundur Þórarinsson - 3 réttir
Sólmundur Hólm - 3 réttir
Edda Sif Pálsdóttir - 3 réttir
Róbert Aron Hostert - 3 réttir
Rúnar Már Sigurjónsson - 3 réttir
Felix Bergsson - 3 réttir
Hjörtur Hjartarson - 2 réttir
Hörður Björgvin Magnússon - 1 réttur
Athugasemdir
banner
banner
banner