Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   sun 31. ágúst 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Óli Stefán spáir í leiki átjándu umferðar
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Gunnar Stígur Reynisson
Orri Freyr verður á skotskónum samkvæmt spá Óla Stefáns.
Orri Freyr verður á skotskónum samkvæmt spá Óla Stefáns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
18. umferðin í Pepsi-deild karla fer fram í dag en spilað er klukkan 17 og klukkan 18.

Hjörvar Hafliðason fékk þrjá rétta þegar hann spáði í leiki 17. umferðar en Óli Stefán Flóventsson þjálfari Sindra og fyrrum leikmaður Grindavíkur og Fjölnis spáir í leikina að þessu sinni.

Valur 1 - 1 ÍBV (17:00)
Þetta eru alltaf hörkuleikir þarna á milli. ÍBV er hægt og bítandi að tryggja sig í deildinni.

KR 3 - 0 Stjarnan (18:00)
KR vinnur þennan leik örugglega og blandar sér alvarlega í toppbaráttunni. Stjörnumenn verða vel lemstraðir og þreyttir eftir Evrópuævintýrið mikla.

Keflavík 2 - 1 Fram (18:00)
Keflavík nær að landa mikilvægum sigri á meðan staðan verður erfiðari fyrir Fram. Frans Elvarsson skorar bæði mörkin fyrir Keflavík.

FH 1 - 1 Fjölnir (18:00)
Mínir gömlu félagar koma á óvart og ná í gott útivallarstig í Hafnarfirði.

Breiðablik 2 - 1 Fylkir (18:00)
Ég held að Breiðablik nái að hrist af jafntelisgrýluna núna og vinna.

Þór 2 - 0 Víkingur R. (18:00)
Orri Freyr Hjaltalín svarar fyrir sig með því að skora annað markið fyrir Þórsara eftir að hafa legið undir gagnrýni.

Sjá einnig:
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - 5 réttir
Sævar Þór Gíslason - 4 réttir
Jóhann Laxdal - 4 réttir
Guðmundur Steinarsson - 4 réttir
Hjörvar Hafliðason - 3 réttir
Guðmundur Þórarinsson - 3 réttir
Sólmundur Hólm - 3 réttir
Edda Sif Pálsdóttir - 3 réttir
Róbert Aron Hostert - 3 réttir
Rúnar Már Sigurjónsson - 3 réttir
Felix Bergsson - 3 réttir
Hjörtur Hjartarson - 2 réttir
Hörður Björgvin Magnússon - 1 réttur
Athugasemdir
banner
banner
banner