Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
   fim 10. september 2015 14:00
Magnús Már Einarsson
„Atvinnumenn í boltaíþróttum eru kvíðnari en jafnaldrar"
Hafrún Kristjánsdóttir.
Hafrún Kristjánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
„Ég hef aldrei séð þessa stofu svona fulla. Það var troðið og ég er í skýjunum með þetta," sagði Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur við Fótbolta.net eftir málþing um andlega líðan íþróttamanna sem fór fram í HR í gær.

Yfir 200 manns mættu á málþingið og ljóst er að umræðan um andlega líðan íþróttamanna er orðin mun opnari en áður.

„Þessir íþróttmenn sem hafa stigið fram eiga allan heiðurinn af því. Það hefur kveikt í fólki að hugsa aðeins um þetta og það er alltaf fyrsta skrefið í átt að því að við gerum hlutina betri."

Á málþinginu kynnti Hafrún niðurstöður úr rannsókn sem Margrét Lára Viðarsdóttir gerði á andlegri líðan hjá íslenskum atvinnumönnum.

„Við skoðuðum alla atvinnumenn Íslands í boltaíþróttum. Ef við berum þá saman við almenning á sama aldri þá kemur í ljós að atvinnumenn í boltaíþróttum eru kvíðnari en jafnaldrar þeirra á aldrinum 20-35 ára. Í kringum 23% skora það hátt á kvíðahvörfum að það er ástæða til að grípa inn í, hvort sem það er vægt inngrip eða ekki."

Hvað er til ráða fyrir aðila sem eru að glíma við andleg vandamál? „Fyrst og fremst að láta vita af sér og leita sér hjálpar. Það eru til meðferðir við kvíða og þunglyndi. Til dæmis hugræn atferlismeðferð. Það þarf að leita sér hjálpar við þessu eins og þú leitar þér hjálpar ef þú slítur krossband," sagði Hafrún sem vonar að umræðan um þessi málefni haldi áfram.

„Það þurfa allir í íþróttahreyfingunni að grípa boltann núna, ræða þetta og hvetja til þess að umræðan sé opin," sagði Hafrún.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner