Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   þri 07. júní 2016 18:00
Fótbolti.net
Lið 5. umferðar í Inkasso: Sonur Eiðs Smára valinn
Jósef var góður í sigri Grindvíkinga.
Jósef var góður í sigri Grindvíkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Sigurbergur Elísson fer í tæklingu í leiknum gegn KA.
Sigurbergur Elísson fer í tæklingu í leiknum gegn KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hákon Ingi er í liðinu.
Hákon Ingi er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net fjallar best allra fjölmiðla um Inkasso-deildina, 1. deild karla, en fimmta umferðin fór fram um helgina. Hér má sjá úrvalslið umferðarinnar.

Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, er þjálfari umferðarinnar eftir frábæran 4-0 sigur liðsins á Leikni Reykjavík. Jósef Kristinn Jósefsson átti góðan dag þar og spænski framherjinn Juan Ortiz skoraði tvívegis eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Magnús Kristófer Anderson kom öflugur inn í mark Hauka í 3-0 sigri á Huginn en þar var Gunnlaugur Fannar Guðmundsson góður í markinu.

Hákon Ingi Jónsson og Sveinn Aron Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára, skoruðu báðir tvívegis fyrir HK í 4-4 jafntefli gegn Fjarðabyggð en Víkingur Pálmason var bestur hjá síðarnefnda liðinu í þeim leik.

Ivan Bubalo skoraði tvö mörk og Sam Tillen lagði upp tvö í 3-1 sigri Fram á Leikni Fáskrúðsfirði.

Sigurður Marinó Kristjánsson var bestur hjá Þór í 1-0 sigri á Selfossi og Sigurbergur Elísson átti góðan leik þegar Keflavík gerði 1-1 jafntefli við KA á Akureyri.



Úrvalslið 5. umferðar Inkasso:
Magnús Kristófer Anderson (Haukar

Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Haukar)
Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Sam Tillen (Fram)

Sveinn Aron Guðjohnsen (HK)
Sigurbergur Elísson (Keflavík)
Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór)
Víkingur Pálmason (Fjarðabyggð)

Juan Ortiz (Grindavík)
Hákon Ingi Jónsson (HK)
Ivan Bubalo (Fram)

Þjálfari umferðarinnar: Óli Stefán Flóventsson (Grindavík)

Sjá einnig:
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner